180.000 fm fyrir gagnaver

Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar og Isaac Kato hjá Verne Holdings …
Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar og Isaac Kato hjá Verne Holdings undirrita samning um skipulag svæðis undir gagnaver að Ásbrú í Reykjanesbæ. Reykjanesbær

Árni Sig­fús­son bæj­ar­stjóri í Reykja­nes­bæ og Isaac Kato frá Ver­ne Hold­ings, hafa und­ir­ritað samn­ing um skipu­lag 180 þúsund fer­metra svæðis und­ir gagna­ver að Ásbrú í Reykja­nes­bæ.

Samn­ing­ur­inn trygg­ir Reykja­nes­bæ 17 millj­óna króna ár­leg­ar tekj­ur af
fast­eigna­gjöld­um nú­ver­andi bygg­inga á um­ræddu svæði  en um þreföld­un við fyr­ir­hugaða stækk­un bygg­inga, sam­kvæmt frétt frá Reykja­nes­bæ.

Gagna­verið hef­ur fengið um 180 þúsund fer­metra svæði til umráða að Ásbrú. Ver­ne Hold­ing mun sjá um frá­gang gatna inn­an um­rædds svæðis.

„Samn­ing­ur­inn við Reykja­nes­bæ er báðum aðilum hag­stæður,“ er haft eft­ir Jeff Mon­roe, for­stjóra Ver­ne Hold­ings, í frétt­inni. „Staðsetn­ing gagna­vers­ins að Ásbrú er ein­stak­lega  hent­ug fyr­ir viðskipta­vini fyr­ir­tæk­is­ins. Við erum þakk­lát fyr­ir stöðugan áhuga og gott viðbragð af hálfu Reykja­nes­bæj­ar og hlökk­um til áfram­hald­andi ár­ang­urs”.

Haft er eft­ir Árna Sig­fús­syni að þeir hafi „mjög já­kvæðar vænt­ing­ar til þessa verk­efn­is”. “Enn er beðið lokafrá­gangs fjár­málaráðuneyt­is við
fyrsta fyr­ir­tækið sem hyggst nýta sér aðstöðu Ver­ne Hold­ing og ger­ast
frum­herji á sviði ra­f­rænn­ar gagna­vörslu á Íslandi. Um­heim­ur­inn fylg­ist því vel með,“ er haft eft­ir Árna.

Árni kveðst vilja þakka In­vest in Ice­land skrif­stof­unni og Kadeco fyr­ir fag­lega nálg­un á kynn­ingu máls­ins í upp­hafi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert