40 manns á næstu 11 árum

Frá Bolungarvík, þar hefur íbúum fækkað um þriðjung frá árinu …
Frá Bolungarvík, þar hefur íbúum fækkað um þriðjung frá árinu 1980. bb.is

Nýtt aðalskipulag Bolungarvíkur gerir ráð fyrir lítilsháttar fjölgun íbúa á næsta ári og að fjölgunin muni aukast fram til ársins 2020, verði þá orðin 0,6%. Frá þessu greinir á fréttavef Bæjarins besta. Samkvæmt þessu mun Bolvíkingum fjölga um 40 á næstu ellefu árum.

Íbúar Bolungarvíkur voru um 900 um síðustu áramót, en voru um þriðjungi fleiri árið 1980, eða um 1.200 talsins. Á sama tíma hefur landsmönnum fjölgað um 22%.

Í drögum að aðalskipulaginu er tekið fram að margir þættir geti haft áhrif á íbúaþróunina, því sé erfitt að segja nákvæmlega til um mannfjöldabreytingar til ársins 2020. Bent er á smæð sveitarfélagsins og vægi hverrar fjölskyldu. Þannig samsvarar tvær fjölskyldur til um 1% af íbúafjölda sveitarfélagsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert