Ásgerður sigraði á Nesinu

Nesstofa á Seltjarnarnesi,
Nesstofa á Seltjarnarnesi,

Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, varð í efsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins þar í bæ, vegna komandi sveitarstjórnarkosninga. Hún hlaut 707 atkvæði í fyrsta sætið. Í öðru sæti hafnaði Guðmundur Magnússon með 330 atkvæði í 1-2. sæti en hann sóttist líka eftir efsta sætinu.

„Mér er efst í huga mikið þakklæti fyrir þennan góða stuðning og það traust sem þátttakendur í prófkjörinu sýndu mér. Ég var fyrirfram ekkert örugg með eitt eða neitt, en ég fékk mjög góðar undirtektir og er þakklát með svo afgerandi stuðning í fyrsta sætið,“ sagði Ásgerður við fréttavef Morgunblaðsins, eftir að úrslitin lágu fyrir. Hún tók við stöðu bæjarstjóra á Nesinu af Jónmundi Guðmarssyni í júlí sl.

Ásgerður segir það sérstök gleðitíðindi hvað þátttaka í prófkjörinu var góð. Á kjörskrá voru um 1.500 manns og kusu 1.090 sjálfstæðismenn á Nesinu, eða 72,5% þeirra sem kusu. Auðir seðlar og ógildir voru 33. Fimmtán frambjóðendur gáfu kost á sér í prófkjörið.

Atkvæði fóru annars þannig hjá sjö efstu í prófkjörinu:

1. Ásgerður Halldórsdóttir 707 atkvæði í 1. sæti.

2. Guðmundur Magnússon 330 atkæði í 1-2.sæti

3. Sigrun Edda Jónsdóttir 450 atkvæði í 1-3. sæti

4. Lárus B. Lárusson 552 atkvæði í 1-4.sæti

5. Bjarni Torfi Álfþórsson 599 atkvæði í 1-5. sæti

6. Þór Sigurgeirsson 636 atkvæði í 1.-6.sæti

7. Björg Fenger 521 atkvæði í 1-7. sæti.

Þetta var fyrsta prófkjörið sem fram fer vegna kosningar til sveitarstjórna í vor.

Ásgerður Halldórsdóttir leiðir lista sjálfstæðismanna í vor.
Ásgerður Halldórsdóttir leiðir lista sjálfstæðismanna í vor. mbl.is
Guðmundur Magnússon varð í öðru sæti á Nesinu.
Guðmundur Magnússon varð í öðru sæti á Nesinu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka