Ásgerður sigraði á Nesinu

Nesstofa á Seltjarnarnesi,
Nesstofa á Seltjarnarnesi,

Ásgerður Hall­dórs­dótt­ir, bæj­ar­stjóri á Seltjarn­ar­nesi, varð í efsta sæti í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokks­ins þar í bæ, vegna kom­andi sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga. Hún hlaut 707 at­kvæði í fyrsta sætið. Í öðru sæti hafnaði Guðmund­ur Magnús­son með 330 at­kvæði í 1-2. sæti en hann sótt­ist líka eft­ir efsta sæt­inu.

„Mér er efst í huga mikið þakk­læti fyr­ir þenn­an góða stuðning og það traust sem þátt­tak­end­ur í próf­kjör­inu sýndu mér. Ég var fyr­ir­fram ekk­ert ör­ugg með eitt eða neitt, en ég fékk mjög góðar und­ir­tekt­ir og er þakk­lát með svo af­ger­andi stuðning í fyrsta sætið,“ sagði Ásgerður við frétta­vef Morg­un­blaðsins, eft­ir að úr­slit­in lágu fyr­ir. Hún tók við stöðu bæj­ar­stjóra á Nes­inu af Jón­mundi Guðmars­syni í júlí sl.

Ásgerður seg­ir það sér­stök gleðitíðindi hvað þátt­taka í próf­kjör­inu var góð. Á kjör­skrá voru um 1.500 manns og kusu 1.090 sjálf­stæðis­menn á Nes­inu, eða 72,5% þeirra sem kusu. Auðir seðlar og ógild­ir voru 33. Fimmtán fram­bjóðend­ur gáfu kost á sér í próf­kjörið.

At­kvæði fóru ann­ars þannig hjá sjö efstu í próf­kjör­inu:

1. Ásgerður Hall­dórs­dótt­ir 707 at­kvæði í 1. sæti.

2. Guðmund­ur Magnús­son 330 atkæði í 1-2.sæti

3. Sigrun Edda Jóns­dótt­ir 450 at­kvæði í 1-3. sæti

4. Lár­us B. Lárus­son 552 at­kvæði í 1-4.sæti

5. Bjarni Torfi Álfþórs­son 599 at­kvæði í 1-5. sæti

6. Þór Sig­ur­geirs­son 636 at­kvæði í 1.-6.sæti

7. Björg Fenger 521 at­kvæði í 1-7. sæti.

Þetta var fyrsta próf­kjörið sem fram fer vegna kosn­ing­ar til sveit­ar­stjórna í vor.

Ásgerður Halldórsdóttir leiðir lista sjálfstæðismanna í vor.
Ásgerður Hall­dórs­dótt­ir leiðir lista sjálf­stæðismanna í vor. mbl.is
Guðmundur Magnússon varð í öðru sæti á Nesinu.
Guðmund­ur Magnús­son varð í öðru sæti á Nes­inu.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert