Ingvi Hrafn Jónsson, sjónvarpsstjóri ÍNN, segir að þáttur Jóns Kristins Snæhólm, Í kallfæri, hafi verið settur upp „sem skoðanaskipti/kappræður milli 2ja bæjarstjórakandidata á Seltjarnarnesi, svo gat bæjarstjórinn ekki mætt í upptökuna og átti þá að hætta við upptöku samkvæmt skýlausum fyrirmælum mínum.“
Ingvi Hrafn segir að samt hafi verið tekið upp einkaviðtal við Guðmund Magnússon, sem var aldrei á dagskrá og því aldrei tekið af dagskrá.
Ingvi Hrafn lýkur orðsendingu sinni á orðunum: „ÍNN árnar báðum frambjóðendum jafnra heilla.“
Ingvi Hrafn er staddur í Bandaríkjunum. Ekki náðist tal af honum við vinnslu fréttar um að þátturinn Í kallfæri hafi verið tekinn af dagskrá.