Femínistar segja KSÍ hafa brugðist hlutverki sínu

Fjármálastjóri KSÍ greiddi kampavínsflöskur á súlustað með korti samtakanna.
Fjármálastjóri KSÍ greiddi kampavínsflöskur á súlustað með korti samtakanna. mbl.is/Golli

Femín­ista­fé­lag Íslands hef­ur sent frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem fram­ferði fjár­mála­stjóra Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands, og viðbrögð sam­bands­ins í kjöl­farið, eru for­dæmd. Femín­ista­fé­lagið krefst þess að stjórn­in segi af sér og fjár­mála­stjór­an­um verði vikið úr starfið hið fyrsta. 

Í yf­ir­lýs­ing­unni seg­ir að frétt­ir af heim­sókn fjár­mála­stjór­ans á súlustað í Sviss hafi vakið verðskuldaða at­hygli í sam­fé­lag­inu á und­an­förn­um dög­um, enda sé fá­heyrt að menn sem gegni trúnaðar­störf­um fyr­ir sam­tök sem kenna sig við for­varn­ir og heil­brigt líferni „verði upp­vís­ir að iðju sem teng­ist  skipu­lagðri glæp­a­starf­semi, mis­notk­un á bágri stöðu kvenna og það með kred­it­kort vinnu­veit­and­ans upp á vas­ann.“

„Knatt­spyrnu­sam­band Íslands er regn­hlíf­ar­sam­band fyr­ir stærstu íþrótt á Íslandi sem á að vera upp­byggi­leg og þrosk­andi fyr­ir fólk á öll­um aldri. Eðli­leg og sjálf­sögð krafa sam­fé­lags­ins er að stjórn þess og fólk sem þar gegn­ir trúnaðar­störf­um hagi sér í sam­ræmi við þá ábyrgð sem það ber,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

„Árið 2006 sendi Íþrótta­sam­band Íslands frá sér yf­ir­lýs­ingu, þar sem vændi og man­sal var for­dæmt í tengsl­um við heims­meist­ara­mótið í knatt­spyrnu sem fram fór í Þýskalandi. Þar seg­ir m.a. „Meg­in­inn­tak íþrótta er mann­leg reisn og heil­brigt líferni.“ Þarft er að  rifja upp í þessu sam­hengi að KSÍ neitaði að leggja bar­átt­unni gegn vændi og man­sali lið á mót­inu þrátt fyr­ir fjöl­marg­ar áskor­an­ir, m.a. frá 14 kvenna­sam­tök­um og jafn­rétt­is­nefnd Reykja­vík­ur.

Ljóst er að Knatt­spyrnu­sam­band Íslands hef­ur brugðist hlut­verki sínu stór­kost­lega. Áhuga­fólk um knatt­spyrnu og íþrótt­ir á betra skilið.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert