Fjölmenni á brimgarðsfundi í Víkurfjöru í Vík

Morgunblaðið/Jónas Erlendsson

Árni Johnsen alþingismaður boðaði til baráttufundar í Víkurfjörunni sunnan við Vík í Mýrdal í ljósaskiptunum á fimmtudag.

Fundurinn var boðaður með mjög skömmum fyrirvara og þrátt fyrir það mætti um einn þriðji af þorpsbúum á fundinn. Málefni fundarins var sú brýna þörf sem hefur skapast fyrir því að farið verði að hefja vinnu við gerð sjóvarnargarðs sunnan við þorpið.

Árni taldi nauðsynlegt að gengið yrði strax til verka og verkinu yrði lokið í einum áfanga áður en stórskaðar verða af sjógangi. Kostnaðaráætlun við verkið er upp á 250 miljónir króna.

Hann var mjög ánægður með mætingu heimamanna á fundinn en hann skaut á að á fundinn hefðu mætt um hundrað manns þrátt fyrir rok og rigningu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert