Heimildir Morgunblaðsins herma að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, hafi sótt um embætti yfirmanns baráttu gegn mansali hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE.
Ekki náðist í Ingibjörgu Sólrúnu í gær en hún mun vera stödd erlendis. Líklegt er að skipað verði í embættið á næstu vikum. Stofnunin hefur aðsetur í Vín og er núverandi yfirmaður hennar Eva Biaudet, fyrrverandi heilbrigðismálaráðherra Finnlands.