Sjúkraflutningar á Suðurnesjum í uppnámi

Sjúkraflutningamenn að störfum
Sjúkraflutningamenn að störfum Júlíus Sigurjónsson, juliusmbl.is

Stjórn Bruna­varna Suður­nesja lít­ur svo á að heil­brigðisráðuneytið hafi ein­hliða sagt upp samn­ing­um um sjúkra­flutn­inga á Suður­nesj­um. Þetta kem­ur fram í Vík­ur­frétt­um í dag. Tak­ist ekki nýir samn­ing­ar milli rík­is­ins og Bruna­varna Suður­neskja verða sjúkra­flutn­ing­ar á svæðinu al­farið á ábyrgð rík­is­ins eft­ir mitt næsta ár. 

Vík­ur­frétt­ir segja frá því að stjórn Bruna­varna Suður­nesja hafi fundað í vik­unni um sjúkra­flutn­inga­samn­ing á Suður­nesj­um utan Grinda­vík­ur. Á fund­in­um hafi Jón Guðlaugs­son, slökkviliðsstjóri, gert grein fyr­ir fundi sem hann átti með Sjúkra­trygg­ing­um Íslands í lok októ­ber þar sem fram kom að heil­brigðisráðuneytið muni, sam­kvæmt fyr­ir­liggj­andi fjár­laga­frum­varpi, ein­hliða lækka greiðslur til Bruna­varna Suður­nesja vegna sjúkra­flutn­inga.

Ljóst sé að þar með muni hlut­ur sveit­ar­fé­lags­ins í kostnaði vegna þess­ar­ar þjón­ustu aukast veru­lega. Raun­kostnaður B.S. af sjúkra­flutn­ing­um síðustu 12 mánuði er tæp­ar 138 millj­ón­ir króna sam­kvæmt Vík­ur­frétt­um, en samn­ing­ur milli ráðuneyt­is og B.S. ger­ir ráð fyr­ir 70 millj­ón króna greiðslu.

Bruna­varn­ir Suður­nesja líta svo á að með ein­hliða ákvörðun ráðuneyt­is­ins sé í reynd verið að segja upp samn­ingn­um þeirra á milli. Vík­ur­frétt­ir hafa eft­ir Jóni Guðlaugs­syni slökkviliðsstjóra að staðan sé al­var­leg. Bolt­inn sé núna hjá heil­brigðis­yf­ir­völd­um.

Frétt Vík­ur­frétta í heild

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert