Útlit er fyrir að skattahækkanir verði ögn minni en áður var ráðgert miðað við stöðu mála að loknum löngum fundi í Efnahags- og skattanefnd í dag. Helgi Hjörvar, formaður nefndarinnar, sagði í sjónvarpsfréttum Rúv að ekki væri enn nákvæmlega vitað hvernig skattlagningu yrði háttað en fyrstu frumvörp væru væntanleg. Hann sagði útlit fyrir að hægt væri að slake eitthvað á tekjuöfluninni og fara í minni skattahækkanir en áður var talið, en þær verði engu að síður umtalsverðar.
Pétur Blöndal þingmaður Sjálfstæðisflokk sagði að loknum fundinum að ekki væri seinna vænna að komast að niðurstöðu, líða tæki nærri áramótum og þjóðin þyrfti að fá að vita hvað hún ætti að borga í skatt. Þá sagði hann einnig í samtali við Rúv að Franek Rozwadowski, fastafulltrúi AGS á Íslandi, hefði ekki útskýrt með sannfærandi hætti á fundinum hvernig unnt væri að forða Íslandi frá langvarandi fátækragildru.