Skulda milljarð eftir jarðakaup á Mýrum

Langárfoss við Langá er ein verðmætasta laxveiðijörð landsins. Hvítsstaðir ehf. …
Langárfoss við Langá er ein verðmætasta laxveiðijörð landsins. Hvítsstaðir ehf. keypti jörðina af Jóhannesi Kristinssyni á 300 milljónir.

Fé­lag í eigu sex fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings, sem keypti á ár­un­um 2002-2005 fjór­ar jarðir á Mýr­um fyr­ir um 400 millj­ón­ir, skuld­ar í dag rúm­lega einn millj­arð króna.

Lán­in voru upp­haf­lega tek­in hjá SPRON og Spari­sjóði Mýra­sýslu en eru núna kom­in inn í Kaupþing. Allt bend­ir til að bank­inn verði fyr­ir tjóni upp á hundruð millj­óna króna vegna þess­ara viðskipta.

Það er fé­lagið Hvítsstaðir sem á jarðirn­ar fjór­ar sem all­ar eru við Langá.Skráðir eig­end­ur Hvítsstaða eru Hreiðar Már Sig­urðsson, Ingólf­ur Helga­son, Magnús Guðmunds­son, Sig­urður Ein­ars­son, Stein­grím­ur Páll Kára­son og Þor­vald­ur Lúðvík Sig­ur­jóns­son, en þeir eru all­ir fyrr­ver­andi stjórn­end­ur hjá Kaupþingi.

Sex­menn­ing­arn­ir lögðu fram 100 þúsund krón­ur hver í hluta­fé og fengu lán til jarðakaupa upp á rúm­lega 400 millj­ón­ir, en kaup­in voru al­farið fjár­mögnuð með lán­um. Lán­in eru í japönsk­um jen­um. Lán­in stóðu í tæp­lega 430 millj­ón­um króna í árs­lok 2007, en vegna geng­is­falls krón­unn­ar standa þau nú í rúm­lega ein­um millj­arði.

Nán­ar er fjallað um þessi viðskipti í Morg­un­blaðinu í dag.


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka