Skulda milljarð eftir jarðakaup á Mýrum

Langárfoss við Langá er ein verðmætasta laxveiðijörð landsins. Hvítsstaðir ehf. …
Langárfoss við Langá er ein verðmætasta laxveiðijörð landsins. Hvítsstaðir ehf. keypti jörðina af Jóhannesi Kristinssyni á 300 milljónir.

Félag í eigu sex fyrrverandi stjórnenda Kaupþings, sem keypti á árunum 2002-2005 fjórar jarðir á Mýrum fyrir um 400 milljónir, skuldar í dag rúmlega einn milljarð króna.

Lánin voru upphaflega tekin hjá SPRON og Sparisjóði Mýrasýslu en eru núna komin inn í Kaupþing. Allt bendir til að bankinn verði fyrir tjóni upp á hundruð milljóna króna vegna þessara viðskipta.

Það er félagið Hvítsstaðir sem á jarðirnar fjórar sem allar eru við Langá.Skráðir eigendur Hvítsstaða eru Hreiðar Már Sigurðsson, Ingólfur Helgason, Magnús Guðmundsson, Sigurður Einarsson, Steingrímur Páll Kárason og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, en þeir eru allir fyrrverandi stjórnendur hjá Kaupþingi.

Sexmenningarnir lögðu fram 100 þúsund krónur hver í hlutafé og fengu lán til jarðakaupa upp á rúmlega 400 milljónir, en kaupin voru alfarið fjármögnuð með lánum. Lánin eru í japönskum jenum. Lánin stóðu í tæplega 430 milljónum króna í árslok 2007, en vegna gengisfalls krónunnar standa þau nú í rúmlega einum milljarði.

Nánar er fjallað um þessi viðskipti í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka