Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til um fjögurleytið síðdegis í dag vegna ólöglegra skotveiða í Hvalfirði. Tveir menn höfðu þá sést úti á báti skammt frá landi þar sem þeir skutu æðarfugla
Þegar lögreglan kom á staðinn voru mennirnir að koma í land með bráðina. Hald var lagt á æðarfuglinn og skotvopn mannanna sömuleiðis gerð upptæk að sögn lögreglunnar. Þeir gátu umbeðnir ekki framvísað veiðikortum né byssuleyfum. Æðarfugl er alfriðaður sem eitt og sér gerir athæfi mannanna glæpsamlegt en þar að auki voru þeir við veiðarnar á friðlýstu svæði. Má því búast við eftirmálum af þessari háskalegu hegðun fyrir mennina tvo. Lögregla segir sjaldgæft að mál sem þessi komu upp.