Samstarfi við Alþjóðahús slitið

Alþjóðahúsið Laugavegi
Alþjóðahúsið Laugavegi

Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að ganga ekki til frekari samninga við Alþjóðahús á næsta ári. 

Ríkisútvarpið segir ástæðu mannréttindaráðs byggja á úttekt á þjónustu við innflytjendur í borginni.  Svo virðist sem samstarf sviða borgarinnar við Alþjóðahús ekki vera mikið eða hafa minnkað.

Í úttektinni kemur m.a. fram að miklar væntingar hafi verið til samstarfs Alþjóðahúss við Þjónustumiðstöð Breiðholts en það hafi aldrei þróast eins og starfsfólk þjónustumiðstöðvarinnar hafi vonast til.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert