Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að ganga ekki til frekari samninga við Alþjóðahús á næsta ári.
Ríkisútvarpið segir ástæðu mannréttindaráðs byggja á úttekt á þjónustu við innflytjendur í borginni. Svo virðist sem samstarf sviða borgarinnar við Alþjóðahús ekki vera mikið eða hafa minnkað.
Í úttektinni kemur m.a. fram að miklar væntingar hafi verið til samstarfs Alþjóðahúss við Þjónustumiðstöð Breiðholts en það hafi aldrei þróast eins og starfsfólk þjónustumiðstöðvarinnar hafi vonast til.