Stoltust af Friðarsúlunni

Yoko Ono á góðri stud við Friðarsúluna ásamt Ringo Starr …
Yoko Ono á góðri stud við Friðarsúluna ásamt Ringo Starr og Oliviu Harrison. mbl.is/RAX

Friðarsúl­an í Viðey er það lista­verk sem Yoko Ono seg­ist vera stolt­ust af, að því er fram kem­ur í Times Live vef­tíma­rit­inu. "Það er eitt­hvað svo fal­legt við þetta land [Ísland]. Íslend­ing­ar treysta ekki á olíu sem orku­gjafa og landið er svo hreint að þú finn­ur fyr­ir hrein­leik­an­um innra með þér," seg­ir Yoko Ono.

Í viðtal­inu í Times Live, er nefn­ist Ein mín­úta með Yoko Ono, seg­ist hún vera þakk­lát fyr­ir að vera í þeirri stöðu að gæta arf­leiðar Johns heit­ins Lennons. Það hafi verið hans vilji. „Við vor­um bæði lista­menn og skild­um ná­kvæm­lega hvernig það er þegar ekki er farið vel með lista­verk þitt. Ég geri mitt besta til að tryggja að farið sé vel með hans verk," seg­ir Ono enn­frem­ur.

Um nýja tölvu­leik­inn með Bítl­un­um seg­ir hún það vera aðra bylt­ingu á eft­ir þeirri tónlist. Með tölvu­leikn­um hafi verið bú­inn til heim­ur tón­list­ar og mynd­list­ar. „Tónlist og mynd­list gefa bæði líkn­andi strauma og með slík­um straum­um get­um við búið til þann heim sem okk­ur hef­ur dreymt um, friðar­ver­öld."

Súlan lýsir upp dimman næturhimininn yfir Reykjavík
Súl­an lýs­ir upp dimm­an næt­ur­him­in­inn yfir Reykja­vík Golli / Kjart­an Þor­björns­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert