Telur mannorð sitt hafa verið hreinsað

Merki KSÍ.
Merki KSÍ.

Pálmi Jónsson, fjármálastjóri KSÍ, segir að fjórir menn hafi játað að hafa misnotað kreditkort hans á næturklúbbi í Sviss, hann hafi fengið endurgreiðslu og því telji hann að mannorð sitt hafi verið hreinsað.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu Pálma til Morgunblaðsins um málið í gær. Þar rifjar hann upp að í nóvember 2005 hafi tvö kreditkort í hans umsjón verið gróflega misnotuð og honum gert að greiða 3,2 milljónir króna. Hann hafi greitt reikningana en kært misnotkunina.

Í mars á þessu ári hafi hann fengið bréf frá saksóknaraembættinu í Zürich, þar sem fram hafi komið að einn maður hefði játað sök í málinu og væri tilbúinn að endurgreiða það sem honum bar vegna misnotkunar. Í júlí sl. sumar hefðu þrír menn til viðbótar játað sök og sagst tilbúnir að endurgreiða það sem þeim bar ef ákæra gegn þeim yrði látin falla niður.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert