Trúarbragðafræðsla rædd í þaula

Fjallað er um trúarbragðafræðslu í skólum á ráðstefnu í dag. …
Fjallað er um trúarbragðafræðslu í skólum á ráðstefnu í dag. Myndin tengist ekki ráðstefnunni. Kristinn Ingvarsson

Trúarbragðafræðsla í skólum er efni ráðstefnu sem Félag kennara í kristnum fræðum, siðfræði og trúarbragðafræðum (FÉKKST) efnir til í dag. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra mun ávarpa ráðstefnuna. Aðalfyrirlesarar eru  dr. Robert Jackson og dr. Sigurður Pálsson.

Ráðstefnan er haldin í tilefni af tíu ára afmæli FÉKKST og verður í húsakynnum menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Dr. Sigurður Pálsson mun fjalla um trúarbragðafræðslu í fjölmenningarlegu samfélagi. Dr. Robert Jackson, prófessor við háskólann í Warwick, mun fjalla um evrópska þróun í menntun varðandi trúarlega fjölbreytni. 

Auk ofangreindra aðalfyrirlesara munu Birgitta Thorsteinsson, grunnskólakennari og formaður FÉKKST, fjalla um nýja tíma og breyttar áherslur. Dr. Jón Torfi Jónasson, formaður menntavísindasviðs HÍ, mun fjalla um undirbúning kennara undir trúarbragðafræðslu. 

Dr. Guðmundur Heiðar Frímannsson, prófessor í heimspeki við Háskólann á Akureyri, mun fjalla um Siðfræði, trú og samfélag. Dr. Arnheiður Guðmundsdóttir, prófessor í guðfræði við HÍ, mun fjalla um hvort trúmál eru einkamál. 

Ráðstefnunni lýkur með pallborðsumræðum.

Heimasíða FÉKKST

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert