Ummæli fjármálaráðherra vekja athygli í Brussel

Reuters

Þeim um­mæl­um Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar fjár­málaráðherra að Íslend­ing­ar hafi ekki áhuga á að ganga í Evr­ópu­sam­bandið hef­ur ekki verið tekið fagn­andi í Brus­sel, enda áhyggj­ur farn­ar að gera vart við sig um að ís­lensku aðild­ar­um­sókn­ar­inn­ar bíði sömu ör­lög og í Nor­egi, þar sem aðild hef­ur verið hafnað í tvígang, árin 1972 og 1974.

Þetta kem­ur fram í út­tekt Leigh Phillips, blaðamanns hjá vef­miðlin­um EU Obser­ver, sem, eins og nafnið gef­ur til kynna, sér­hæf­ir sig í mál­efn­um Evr­ópu­sam­bands­ins.

Phillips ber þessi um­mæli und­ir Ama­deu Altafaj i Tar­dio, starf­andi tals­mann stækk­un­ar­skrif­stofu ESB, sem seg­ir þau eng­in áhrif hafa á um­sókn­ar­ferlið, en bæt­ir við:

„En setj­um hlut­ina í sam­hengi. Það voru Íslend­ing­ar sem sóttu um aðild, en ekki við sem báðum þá um að sækja um,“ sagði Altafaj i Tar­dio í sam­tali við Phillips, sem túlk­ar orð hans svo að í þeim fel­ist aðvör­un.


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert