Á ofsahraða undan lögreglu í Öxarfirði

Lögreglan
Lögreglan Morgunblaðið/ÞÖK

Ökumaður í Öxarfirði lagði á flótta undan lögreglu í gærkvöldi og hafnaði utan vegar eftir um 15 kílómetra eftirför. Að sögn lögreglunnar á Húsavík sinnti ökumaðurinn ekki merkjum lögreglu heldur jók ferðina þegar til stóð að stöðva hann um ellefuleytið.

Við tók eftirför þar sem maðurinn, sem er á tvítugsaldri, ók á ofsahraða, um 170 kílómetra á klukkustund og endaði að lokum utan vegar í krappri beygju. Mikil mildi var að bíllinn valt ekki og slapp ökumaðurinn því heill á húfi. Hann reyndist hinsvegar vera ölvaður og var handtekinn í kjölfarið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert