Feðradagurinn er í dag. Af því tilefni hefur Félag um foreldrajafnrétti vakið athygli á málefnum þar sem hallar á feður og börn. Félagið bendir á skýrslu sem sýnir að réttindi barna til feðra sinna séu verst á Íslandi miðað við löndin sem við miðum okkur gjarnan við.
„Íslensku lögin skera sig mikið úr í samanburði við lög annarra Norðurlanda. Nánast öll málefni Félags um foreldrajafnrétti hafa verið lögfest á hinum Norðurlöndunum,“ segir í frétt félagsins.
Þá segir félagið að almenn samstaða virðist vera innan grasrótar stjórnmálaflokkanna „um breytingar á
barnalögum í átt við það sem þegar hefur gerst í löndunum í kringum okkur og í
samræmi við stefnu Félags um foreldrajafnrétti.“
Frétt Félags um foreldrajafnrétti vegna feðradagsins