Aðeins á eftir að grafa um 92 metra í Bolungarvíkurgöngum. Grafnir voru 59 metrar í síðustu viku. Áætlað er að slá í gegn 27. nóvember.
Bolungarvíkurgöng eru á milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur og koma í stað hættulegs vegar um Óshlíð. Göngin verða 5.156 metra löng. Göngin Hnífsdalsmegin eru orðin 2.678 metrar, en göngin Bolungarvíkurmegin eru orðin 2.386 metrar.
Áætlaður kostnaður við göngin er um fimm milljarðar króna. Miðað er við að göngin verði tekin í notkun fullbúin 15. júlí á næsta ári.