Jeppi valt á Möðrudalsöræfum

Jeppi valt í hálku á Möðrudalsöræfum um kl. 18.30 í kvöld. Tveir voru í bílnum og sluppu þeir að mestu án meiðsla, að sögn lögreglu. Þar voru beltin talin hafa forðað frekari slysum. Jeppinn skemmdist svo mikið að hann varð að flytja burt á kranabíl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka