Hinn árlegi jólabasar Hringsins verður haldinn á Grand Hótel í Reykjavík í dag. Á basarnum má að vanda finna marga fallega muni sem hentugir eru til jólagjafa og heimabakaðar kökur og bakkelsi. Jólakort Hringsins verða líka til sölu sem og ýmsar aðrar jólavörur, s.s. jólaskraut og jóladúkar.
Hringskonur hafa unnið að mannúðarmálum í marga áratug. Sérstaka rækt hafa þær lagt við Barnaspítala Hringsins og allan búnað hans, en þær hafa einnig styrkt Landspítalann til tækjakaupa og margt fleira.
Allur ágóði jólabasarsins rennur ævinlega til góðgerðastarfa. Undirbúningur hans hefst strax í janúar þegar félagskonur koma saman til hannyrða. Konurnar hittast síðan vikulega til að föndra, sauma og prjóna muni til að selja. Á síðustu dögum er svo bakað, því að kökusala er mikilvægur hluti af basarnum.
Basarinn verður sem fyrr segir haldinn á Grand Hótel í ár og hefst kl. 13:00