Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, kynnti í haust fjárlagafrumvarp fyrir árið …
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, kynnti í haust fjárlagafrumvarp fyrir árið 2010. Ómar Óskarsson

Ríkissjóður hefur þurft að greiða hærri upphæð í vexti á þessu ári en fara til menntamála. Það sem af er ári hefur ríkissjóður greitt 99 milljarða í afborganir af lánum.

Á fyrstu níu mánuðum ársins greiddi ríkissjóður 36,6 milljarða í vexti af lánum sem ríkið hefur þurft að taka. Um 35 milljarðar fóru hins vegar til menntamála. Útgjöld ríkissjóðs eru 21% hærri á fyrstu níu mánuðum ársins en sömu mánuði í fyrra. Ástæðan er ekki síst mikil hækkun á fjármagnskostnaði.

Tap ríkissjóðs á fyrstu níu mánuðum ársins er 77,3 milljarðar en á sama tíma í fyrra var hagnaður á ríkissjóði 13,8 milljarðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert