Skyttur teknar á Þingvöllum

Ekki má skjóta innan marka Þingvallaþjóðgarðs.
Ekki má skjóta innan marka Þingvallaþjóðgarðs. www.thingvellir.is

Lögreglumenn á þyrlu Landhelgisgæslunnar stöðvuðu tvær rjúpnaskyttur innan friðaðs svæðis þjóðgarðsins á Þingvöllum í gær. Aðrar tvær voru stoppaðar sem ekki reyndust vera með tilskilin leyfi. Í báðum tilvikum var lagt hald á skotvopn og feng veiðimannanna.  Málin fara til ákæruvaldsins.

Lögreglumenn stoppuðu 37 rjúpnaskyttur á Gjábakkaleið, milli Þingvalla og Laugarvatns, þar sem þær voru á leið til byggða eftir veiðidag á fjöllum. Allar utan ein reyndust með sín mál í lagi.

Í dag fór lögreglan svo fótgangandi í eftirlitsferð um Þingvelli og nærliggjandi svæði. Um miðjan daginn hafði einn verið tekinn sem reyndist utan ramma reglna.

„Ég gerir ráð fyrir því að eftirlit okkar með rjúpnaskyttum á næstunni verði öflugt og raunar teljum við ástæðu til þess," sagði Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Selfossi í samtali við Morgunblaðið.

Kort sem sýnir mörk friðlandsins

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert