Studdi ekki yfirlýsingu um nýjan spítala

Undirbúningur stendur yfir vegna byggingar nýs spítala.
Undirbúningur stendur yfir vegna byggingar nýs spítala. Ómar Óskarsson

Fulltrúi Bandalags háskólamanna í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) greiddi atkvæði gegn því að í stjórnin stæði að yfirlýsingu um byggingu nýs spítala á lóð Landspítala.

Stjórn LSR samþykkti fyrir skömmu að standa að  yfirlýsingu um byggingu nýs Landspítala sem margir lífeyrissjóðir undirrituðu í vikunni. Páll Halldórsson fulltrúi BHM í stjórninni greiddi atkvæði gegn þessari yfirlýsingu.

"Í þessu fólst ekki afstaða til spítalabyggingar, hvorki jákvæð eða neikvæð . Heldur byggðist afstaðan einfaldlega á því að það sé ekki lífeyrissjóðsins að ákveða hvað hið opinbera tekur sér fyrir hendur. Í þeirri yfirlýsingu, sem stjórn sjóðsins samþykkti, er fjallað um nýja sjúkrahúsið og mikilvægi þess og hagkvæmni með hástemmdum orðum sem stjórnarmenn í sjóðnum höfðu engar forsendur til að taka afstöðu til. Það getur verið varasamt þegar fjárfestingaráform byggjast á brennandi áhuga á ákveðnum framkvæmdum og þá er mögulegt að stuðningur við málstaðinn komi niður á ávöxtun," segir í frétt á heimasíðu BHM.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert