Þriðjungur vill forsetann frá

Þriðjungur aðspurðra vildi að Ólafur Ragnar Grímsson léti af embætti …
Þriðjungur aðspurðra vildi að Ólafur Ragnar Grímsson léti af embætti forseta, en 62% vilja að hann sitji. Árni Sæberg

Tæplega þriðjungur þeirra sem svöruðu skoðanakönnun sem gerð var fyrir Stöð 2 vill að Ólafur Ragnar Grímsson forseti segi af sér embætti. Hins vegar voru 62% ósammála því að hann hætti sem forseti. um 10% sögðust hvorki vera sammála eða ósammála því að forsetinn hætti.

Rannsóknamiðstöð Háskólans á Bifröst gerði könnunina. Þar var m.a. fólk spurt hve sammála eða ósammála það væri því að að forsetinn ætti að segja af sér embætti. Meirihluti þeirra sem voru sammála því að forsetinn ætti að segja af sér býr á höfuðborgarsvæðinu. Rúmlega þriðjungur höfuðborgarbúa vill að forsetinn fari frá, að sögn Stöðvar 2.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert