Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og útköllin mörg þótt þau hafi almennt verið með hefðbundnum hætti. Tveir menn voru teknir grunaðir um ölvun við akstur og sex líkamsárásir voru skráðar.
Að sögn lögreglu er um minni háttar ryskingar að ræða sem ólíklegar eru til að hafa mikil eftirmál.
Þá voru nokkrar tilkynningar um eignaspjöll, í öllum tilfellum þó um smávægilegar skemmdir að ræða. Lögregla var 16 sinnum kölluð út vegna hávaða í heimahúsum. Alls gistu sjö manns fangageymslur í borginni í nótt.