Ökumaður og tveir farþegar sluppu naumlega þegar bíll þeirra valt út af veginum í austanverðu Námaskarði í Mývatnssveit í gær. Að sögn lögreglu fór bíllinn út af í krappri beygju, valt marga hringi og er gjörónýtur.
Þrír voru í bílnum og voru þau flutt á Akureyri í skoðun og reyndist einn vera handleggs- og fingurbrotinn, en hin sluppu betur. Að sögn lögreglu var lúmsk ísing á veginum sem átti hlut í því að ökumaður missti stjórn á bílnum svo hann valt.