Yfir 2000 nauðungarsölubeiðnir

Búið er að skrá yfir 2000 nauðungarsölubeiðnir vegna fasteigna hjá …
Búið er að skrá yfir 2000 nauðungarsölubeiðnir vegna fasteigna hjá sýslumanninum í Reykjavík. Haraldur Guðjónsson

Í lok október höfðu verið skráðar 2.039 nauðungarsölubeiðnir vegna fasteigna hjá sýslumannsembættinu í Reykjavík. Í októbermánuði voru 384 beiðnir skráðar sem er hæsta tala í einstökum mánuði það sem af er þessu ári.

Samtals voru 2.277 nauðungarsölubeiðnir vegna fasteigna skráðar árið 2008 hjá sýslumanninum og því lítur út fyrir að beiðnirnar verði talsvert fleiri í ár. Búið er að selja  182 fasteignir á nauðungarsölu í Reykjavík það sem af er ári, en 161 eign var seld allt árið í fyrra.

Í lok október höfðu 357 bifreiðar verið seldar nauðungarsölu hjá sýslumanninum í Reykjavík. 903 nauðungarsölubeiðnir vegna bifreiða voru skráðar hjá embættinu í janúar til október.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka