47% skattur á launatekjur?

Verið er að ræða hug­mynd­ir í stjórn­kerf­inu um þriggja þrepa skatta á launa­tekj­ur. Fram kom í frétt­um Rík­is­út­varps­ins, að gert sé ráð fyr­ir því að skatt­ur á lægstu tekj­ur lækki lít­il­lega en að tekju­skatt­ur á 500 þúsund króna tekj­ur og hærri verði rúm­lega 47% en hann er rúm­lega 37% nú.

Breyt­ing­arn­ar eiga að skila rík­is­sjóði tugi millj­arða í aukn­ar tekj­ur á næsta ári. Að sögn RÚV er rætt um að gera mikl­ar breyt­ing­ar á virðis­auka­skatt­in­um, m.a. að al­mennt hlut­fall hans hækki úr 24,5% í 25%. Virðis­auka­skatt­ur á al­menn mat­væli verði óbreytt­ur 7%, en vsk. á bæk­ur, geisladiska og hót­elg­ist­ingu tvö­fald­ist og verði 14%. Vsk. á kex, gos­drykki og safa hækki úr 7% í 25%, að sögn frétta­stofu Rík­is­út­varps­ins.

Þá sagði út­varpið að fallið hafi verið að hluta frá boðuðum orku-, um­hverf­is- og auðlinda­skött­um. Enn sé þó gert ráð fyr­ir 20 aura skatti á hverja kílówatt­stund. Með því mun skatt­heimta af stóriðju aukast um 2,7 millj­arða. Einnig er hug­mynd um kol­efn­is­skatt sem skili rík­inu rúm­um fimm millj­örðum á næsta ári. Hug­mynd er um að hækka trygg­inga­gjald um eitt pró­sentu­stig. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert