Fjöldahandtaka á Hvolsvelli

Hvolsvöllur í Rangárþingri eystra.
Hvolsvöllur í Rangárþingri eystra. www.mats.is

Lög­regl­an á Hvols­velli stóð í ströngu í kvöld þegar ráðist var til at­lögu gegn hóp manna sem stend­ur að baki inn­brota­hrnu á og við Hvolsvöll und­an­far­in mánuð. Fimm voru hand­tek­in, þrír karl­menn og tvær kon­ur, öll á þrítugs­aldri og seg­ir lög­regl­an að bróðurpart­ur þýf­is­ins hafi verið end­ur­heimt­ur.

Sam­hliða hand­tök­un­um voru hús­leit­ir gerðar á þrem­ur stöðum. Að sögn Sveins K. Rún­ars­son­ar, yf­ir­lög­regluþjóns á Hvols­velli, höfðu mál­in verið til rann­sókn­ar um nokkra hríð sem varð til þess að slóðin var rak­in til fimmenn­ing­ana. Þau eru öll bú­sett á Hvols­velli og höfðu brot­ist víða inn á síðustu vik­um, bæði á heim­ili og í versl­an­ir og haft á brott með sér ýmis verðmæti, m.a. úr auk þess sem tölu­verðu af áfengi og tób­aki var rænt úr sölu­skála í bæn­um um liðna helgi.

Auk þýf­is­ins lagði lög­regl­an hald á um 100 lítra af gambra sem var í vinnslu til landa­fram­leiðslu. Leif­ar af fíkni­efn­um fund­ust einnig við hús­leit­irn­ar. Að sögn Sveins teng­ist fólkið allt og hafði staðið í inn­brot­un­um og brugg­inu í sam­ein­ingu. Ekki er talið að fleiri teng­ist mál­inu. 

Óhætt er að segja að aðgerðirn­ar í dag hafi verið óvenju viðamikl­ar fyr­ir svo lítið sveit­ar­fé­lag en Sveinn seg­ir allt hafa gengið ákaf­lega vel fyr­ir sig og sam­kvæmt áætl­un. „Þetta var glæsi­lega unnið af öll­um sem að þessu komu og ég er afar ánægður með mitt fólk.“ Lög­regl­an á Hvols­velli naut einnig góðs af liðstyrk lög­regl­unn­ar á Sel­fossi auk fíkni­efna­hunds af Litla-Hrauni og seg­ist Sveinn lukku­leg­ur með vel heppnaða sam­vinnu. 

Skýrslu­tök­ur og yf­ir­heyrsl­ur og hóf­ust yfir fimmen­ing­un­um í kvöld og má bú­ast við að þær haldi áfram á morg­un. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert