Kalla eftir aðgerðum í kreppu

Stéttarfélögin segja að nú sé tími til að sækja fram, …
Stéttarfélögin segja að nú sé tími til að sækja fram, en ekki hörfa. mbl.is/Golli

„Nú er ekki tími til að hörfa. Það er ekki leið til að takast á við efnahagsvandann. Þvert á mót þarf markvissar og skilvirkar aðgerðir. Því fyrr, því betra,“ segir í bréfi samtaka norrænna stéttarfélaga starfsmanna í iðnaði til ríkisstjórna Norðurlandanna.

Í samtökunum Industrianställda i Norden (IN) er um 2,1 milljón félagsmanna. Samtökin leggja áherslu á mikilvægi þess að gripið verði til aðgerða gegn atvinnuleysi og styrkingar hvers konar iðnaði. Þau benda á að miklu atvinnuleysi sé spáð á Norðurlöndunum næstu tvö árin. 

„Tilraunir til að leysa kreppu með launalækkunum í einstökum fyrirtækjum mun aðeins gera illt verra,“ segir m.a. í bréfi samtakanna. Þá er bent á að jafnframt því að skapa atvinnu í hefðbundnum greinum þurfi einnig að leggja áherslu á nýsköpun. 

Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins, og Finnbjörn Hermannsson, formaður Samiðnar, eru á meðal þeirra sem undirrita bréfið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert