Kroll rannsakar Glitni

Glitnir.
Glitnir.

Slitastjórn Glitnis hefur ráðið til sín hið nafntogaða rannsóknarfyrirtæki Kroll til þess að rannsaka slóð skuldabréfa að andvirði 139 milljarða króna sem óvænt komu í ljós í bókum bankans á dögunum.

Þetta er fullyrt í frétt sem birtist í gær á vefsíðu breska blaðsins The Daily Telegraph. Fram kemur í fréttinni að um sé að ræða kröfu á einn tiltekinn lánardrottin bankans á þrotabúið.

Kroll er þekkt rannsóknarfyrirtæki sem hefur m.a. tekið að sér að rekja peningaslóð alræmdra einræðisherra á borð við Saddam Hussein.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert