Leigugjöld ekki greidd í heilt ár

Viðskiptaháskólinn á Bifröst.
Viðskiptaháskólinn á Bifröst. mbl.is/Þorkell

Sýslumaðurinn í Borgarnesi frestaði fyrir helgina uppboði á 48 íbúðum í fjölbýlishúsinu á Sjónarhóli 20 í háskólaþorpinu á Bifröst í Borgarfirði sem eru í eigu Selfells ehf. Fyrirtækið hefur stefnt Nemendagörðum ehf. fyrir vanefndir á leigusamningum og þar liggur rót málsins

„Okkur hafa ekki verið greidd leigugjöld í heilt ár og það er ástæða þess að við höfum ekki getað staðið í skilum með afborganir til Íbúðalánasjóðs,“ sagði Jón Pálsson, stjórnarformaður Selfells ehf., í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi.

Ágúst Einarsson, rektor á Bifröst, hefur lýst því yfir að mál þetta varði ekki háskólann. Það segir Jón ekki rétt. „Háskólinn er frumkvöðull, stofnandi og meðeigandi að Selfelli, sem á húsnæðið. Það hljómar því sérkennilega þegar skólinn lætur sem honum komi húsnæðið ekki við,“ segir Jón Pálsson. Hann bendir á að undirstofnun háskólans, Nemendagarðar, sem sjá um útleigu íbúða á svæðinu, hefur ekki greitt húsaleigu til Selfells frá því í október á síðasta ári og er skuldin komin í um 80 milljónir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert