Linda enn í haldi

Stjórnarskrifstofan í Plattsburgh.
Stjórnarskrifstofan í Plattsburgh.

Linda Björk Magnúsdóttir, sem var handtekin í Plattsburgh í Bandaríkjunum í síðustu viku, er enn í haldi yfirvalda og bíður nú þess að kviðdómur taki mál hennar til umfjöllunar.

Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu saksóknara í Plattsburgh, sem er í New York ríki, hefur verið gefin út frumákæra á hendur Lindu, sem er sökuð um að komist inn til Bandaríkjanna með ólögmætum hætti. En henni hafði áður verið meinuð innganga í landið.

Skrifstofa saksóknara segir í samtali við mbl.is að kviðdómur muni fá málið til umfjöllunar og ákveða hvort ákæruvaldið hafi nægar sannanir til að fara með málið lengra.  Fáist sú niðurstaða verði lögð fram formlega ákæra á hendur Lindu og innan 60 daga verði tekin ákvörðun um hvenær réttarhöld eigi að hefjast.

Verði Linda fundin sek má búast við að málið fari í hendur innflytjendayfirvalda sem muni taka ákvörðun um framhaldið. Ekki liggur fyrir hver viðurlögin eru við því að komast með ólögmætum hætti inn í landið.

Utanríkisráðuneytið segist fylgjast með málinu, sem og öllum svipuðum málum. Það sé séð til þess að öll réttindi fólks séu virt og aðstæður þeirra séu viðunandi. Lindu hefur t.a.m. verið skipaður verjandi.

Faðir Lindu segir í samtali við mbl.is að hann hafi ekkert heyrt í dóttur sinni frá því hún var handtekinn. Hann segist fylgjast með málinu í gegnum utanríkisráðuneytið. Nú sé unnið að því að koma á símafundi við Lindu. Hann tekur hins vegar fram að engar tímasetningar liggi fyrir að svo stöddu.

Linda Björk Magnúsdóttir.
Linda Björk Magnúsdóttir.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert