Landgræðslan lokið við sáningu lúpínufræs í um 30 ha svæði á Bakkafjöru, að því er fram kemur á heimasíðu Landgræðslunnar. Sáð var í eldri melgresissáningar í þeim tilgangi að bæta jarðveg og spara áburð með því að nýta eiginleika lúpínunnar til áburðarframleiðslu.
Góð reynsla er sögð vera af sáningu lúpínu að hausti. Þannig getur fræið spírað snemma næsta vor og vaxtartíminn nýtist betur en með hefðbundinni vorsáningu