Meirihlutinn telur spillingu ríkja í stjórnsýslunni

Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg
Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg Jim Smart

Meirihluti þeirra sem svöruðu könnun sem Háskólinn á Bifröst vann fyrir Borgarahreyfinguna telur að spilling ríki í íslenskri stjórnsýslu. Alls telja 24% aðspurða að spillingin sé mjög mikil en 38,9% telja spillinguna mikla.  Alls tóku 859 þátt í könnuninni sem var símakönnun á tímabilinu 26. október til 3. nóvember sl.

Vefur Borgarahreyfingarinnar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert