Meðalverð á fiskmörkuðum í október var 277,99 kr/kg eða 41% hærra en í október í fyrra. Þetta er hæsta meðalverð í einum mánuði frá upphafi, að sögn Reiknistofu fiskmarkaða hf. Næst hæsta verðið var í september s.l. 237,06 kr. Hækkunin nemur 17,3% milli mánaða.
Heildarverðmæti sölu á fiskmörkuðunum í október sl. var 2,179 milljarðar og var það 38,3 % meira verðmæti en í
október í fyrra. Október síðastliðinn var þriðji mánuðurinn frá upphafi sem salan fór yfir tvo
milljarða. Það gerðist einnig í mars 2007, þegar salan var 2,228 milljarðar og í
september síðastliðnum þegar salan var 2,156 milljarðar.