Ný stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins

Nýkjörin stjórn hefur tekið við rekstri Íslenska lífeyrissjóðsins af Láru V. Júlíusdóttur, en Fjármálaeftirlitið skipaði hana umsjónaraðila sjóðsins í mars vegna þess að sjóðurinn fór út fyrir fjárfestingarheimildir. 

Nýja stjórn skipa: Atli Atlason framkvæmdastjóri, Bragi Gunnarsson lögfræðingur, Brynjar Þ. Guðmundsson viðskiptafræðingur, Jón Snorri Snorrason lektor og Þórir Óskarsson tryggingastærðfræðingur. Varamenn eru Bergþóra Sigurðardóttir forstöðumaður, Ingólfur Guðmundsson,  viðskiptafræðingur og Sigríður Hanna Jóhannesdóttir fjármála- og skrifstofustjóri.

Fyrsti stjórnarfundur nýrrar stjórnar var haldinn 5. nóvember þar sem Brynjar Þ. Guðmundsson var kosinn formaður stjórnar. Framkvæmdastjóri sjóðsins er Tryggvi Guðbrandsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert