Olíuverð hækkar vegna fellibylsa

Fellibylurinn Ida olli miklu tjóni í El Salvador um helgina.
Fellibylurinn Ida olli miklu tjóni í El Salvador um helgina. Reuters

Verð á hrá­ol­íu hef­ur hækkað á heims­markaði í morg­un og er það m.a. rakið til þess að felli­byl­ur­inn Ida er kom­inn inn á Mexí­kóflóa. Mjög hef­ur þó dregið úr styrk óveðurs­ins.

Verð á hrá­ol­íu­tunnu hækkaði um 1,04 dali á markaði í New York í morg­un og var 78,47 dal­ir. Í Lund­ún­um hækkaði Brent Norður­sjávar­ol­ía um 1,03 dali og kostaði 78,47 dali tunn­an.   

Olíu­verð lækkaði á föstu­dag eft­ir að töl­ur birt­ust sem sýndu, að at­vinnu­leysi í Banda­ríkj­un­um jókst í októ­ber og fór í 10,2%. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert