Þjóðkirkjan þarf að skera niður um 161 milljón króna

Jón A. Baldvinsson, vígslubiskup á Hólum, Hjalti Hugason prófessor og …
Jón A. Baldvinsson, vígslubiskup á Hólum, Hjalti Hugason prófessor og Sigurður Sigurðarson Skálholtsbiskup glugga í þingskjöl á kirkjuþingi. Ómar Óskarsson

Þjóðkirkjunni er samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs gert að hagræða í rekstri sínum um 161 millj. kr. Heildartekjur á næsta ári nálgast að vera tæpir fjórir milljarðar króna.

Og víða á að skera niður í rekstri kirkjunnar á ári komanda, sagði Jóhann E. Björnsson, sem var framsögumaður um fjármál kirkjunnar á Kirkjuþingi um helgina.

Útgangspunktur niðurskurðarins er að draga sem minnst úr grunnþjónustu. Gert er ráð fyrir 10% hagræðingu í rekstri með því að ráða ekki í ný störf, greiða ekki yfirvinnu, endurskoða þjónustusamninga og fleira.

Nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka