Lestur blaða minnkar milli ára

Meðaltalslestur á Morgunblaðinu mældist 37,3% á tímabilinu 9. ágúst til 9. október samkvæmt nýrri könnun Capacent Gallup. Á sama tíma lásu 59,8% Fréttablaðið að meðaltali.

Á sama tíma í fyrra lásu 40,3% landsmanna Morgunblaðið og 64% Fréttablaðið.

Samkvæmt könnuninni var meðaltalslestur á Morgunblaðinu 40,2% á höfuðborgarsvæðinu en 32,2% á landsbyggðinni.

Fréttablaðið mældist á höfuðborgarsvæðinu með um 72,6% lestur að meðaltali en á landsbyggðinni með 37,9%.

Fjölmiðlamæling Capacent

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert