Peningakrús á Háskólatorgi

Peningakrukkan verður sett upp á Háskólatorgi.
Peningakrukkan verður sett upp á Háskólatorgi. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Heimspekinemi við Háskóla Íslands ætlar að reyna á hugarfar landsmanna með því að skilja eftir 15.000 krónur í krukku á miðju Háskólatorgi við Sæmundargötu. Krukkan verður sett upp í hádeginu á fimmtudag. Öllum verður heimilt að taka úr krukkunni það sem þeir telja sig þurfa.

Guðmundur Hauksson heimspekinemi, sem stendur fyrir hugarfarsprófinu, segir að í krukkunni verði 100 kr. peningar og 500 kr. seðlar. Hann segir að ekkert sérstakt eftirlit verði með krukkunni og hún ekki vöktuð með vefmyndavél. Hins vegar munu þeir sem taka úr krukkunni getað skrifað skilaboð um það.

„Þetta er hugmynd sem ég fékk,“ sagði Guðmundur. „Hún sýnir ef til vill hvað peningar geta haft mikil áhrif á mann.“ Hann leggur sjálfur peningana til sem fara í krukkuna og tekur þá af sumarkaupinu sínu. Verkefnið er því ekki kostað af neinum öðrum.

Krukkan verður opin og sagði Guðmundur að öðrum verði heimilt að setja peninga í krukkuna eins og að taka úr henni. Hann segir að slík framlög verði vel þegin, en hann sé þó ekki að hvetja til þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert