Sjálfstæðismenn yfirgáfu þingsalinn

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Ómar

Þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins yf­ir­gáfu þingsal Alþing­is í dag á meðan at­kvæðagreiðsla fór fram um frum­varp um vörumerki. Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, þingmaður flokks­ins, sagði að þetta gerðu þeir vegna þess að þeir hefðu ekki fengið að ræða fund­ar­stjórn for­seta.

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, hafði áður fengið orðið um fund­ar­stjórn for­seta og lýst þeirri skoðun að breyta ætti dag­skrá þings­ins og hefja þegar umræðu um skatta­áform rík­is­stjórn­ar­inn­ar og ef það væri ekki hægt þá við fyrsta tæki­færi. 

Ásta Ragn­heiður Jó­hann­es­dótt­ir, for­seti Alþing­is, sagði að hún myndi taka málið upp á fundi með þing­flokks­mönn­um eft­ir ut­andag­skrárum­ræðu um þorskkvóta, sem boðuð hafði verið í dag. Þegar fleiri þing­menn sjálf­stæðismanna létu vita af því að þeir vildu ræða um fund­ar­stjórn for­seta sagði Ásta Ragn­heiður að hún hefði brugðist við er­indi Bjarna og gaf ekki fleir­um orðið.

Eft­ir at­kvæðagreiðsluna um vörumerkja­frum­varpið komu þing­menn­irn­ir í sal­inn á ný og þá fékk Ill­ugi Gunn­ars­son, þing­flokks­formaður sjálf­stæðismanna, orðið um fund­ar­stjórn for­seta. Hann sagði að marg­ir þing­menn hefðu ít­rekað óskað eft­ir því að ræða um fund­ar­stjórn en ekki fengið. Þótt for­set­inn hefði brugðist við er­indi Bjarna væri hon­um al­ger­lega ómögu­legt að vita hvaða skoðanir aðrir þing­menn hefðu á mál­inu. Sagði Ill­ugi, að það hlyti að vera grund­vall­ar­rétt­ur þing­manna að fá að tjá sig um fund­ar­stjórn for­seta. 

Gunn­ar Bragi Sveins­son, þing­flokks­formaður Fram­sókn­ar­flokks, benti á að þing­menn úr fleiri flokk­um hefðu beðið um orðið um fund­ar­stjórn og það yrði kalt í neðra áður en Bjarni Bene­dikts­son færi að tala fyr­ir hönd fram­sókn­ar­manna. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert