Telja útflutning í hættu

Morgunblaðið/Sigurður Mar Halldórsson

Hagsmunafélög útgerðarmanna í Vestmannaeyjum hafa gert alvarlegar athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar á reglum um vigtun og skráningu sjávarafla.

Telja þau að með breytingunum sé verið að skerða stórlega og jafnvel leggja af útflutning á ferskum fiski í gámum sem íslenskir sjómenn og útgerðir hafi lagt mikla vinnu og kostnað í að byggja upp í áratugi.

Þrjár nýjar vigtunarleiðir eru boðaðar en að mati félaganna eru þær óframkvæmanlegar þar sem þær þýði ýmist of mikið hnjask fyrir fiskinn, skert geymsluþol og mikinn tilkostnað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert