Tugir ráðnir án auglýsinga

Fjármálaráðuneytið.
Fjármálaráðuneytið. Reuters

Alls hafa 42 verið ráðnir til starfa í ráðuneytum stjórnarráðsins frá áramótum án þess að viðkomandi störf hafi verið auglýst. Flestir, eða 10, hafa verið ráðnir með þessum hætti í fjármálaráðuneytinu.

Þetta kemur fram í svari forsætisráðherra við fyrirspurn Birkis Jóns Jónssonar, alþingismanns. Fimm hafa verið ráðnir í forsætisráðuneyti, dómsmálaráðuneyti og félagsmálaráðuneyti, fjórir í iðnaðarráðuneyti, menntamálaráðuneyti og samgönguráðuneyti, tveir í sjávarútvegsráðuneyti og utanríkisráðuneyti, 1 í viðskiptaráðuneyti en enginn í heilbrigðisráðuneyti og umhverfisráðuneyti.

Í svarinu er vísað til þess að í reglum um auglýsingar á lausum störfum séu tilteknar heimildir til að ráða starfsmenn tímabundið í þjónustu ríkisins án auglýsingar, m.a. vegna afleysinga. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert