Unglingar ræða við bæjarstjóra

Nemendaráðsliðar úr grunnskólum Hafnarfjarðar voru vel undirbúnir þegar þeir mættu til fundar með bæjarstjóra og öðrum stjórnendum bæjarins þar sem umfjöllunarefnið var málefni félagsmiðstöðva bæjarins. Krakkarnir eru ekki sáttir við áform um skipulagsbreytingar né niðurskurð til æskulýðsmála sem þeir segja nema 25%.

Skipulagsbreytingarnar, sem hugmyndir eru um að taki gildi næsta haust miða að því að draga úr yfirstjórn félagsmiðstöðvanna og fækka forstöðumönnum sem krakkarnir telja mikið óheillaspor. Þá er niðurskurður til æskulýðsstarfs í bænum þegar farinn að segja til sín.

Í fréttatilkynningu frá unglingunum er er spurt hvernig réttlæta megi „28 milljóna króna fjárveitingu í bráðabirgðastúku á Haukasvæðinu sem verður rifin niður eftir tvö ár, á sama tíma og fjárveitingar til félagsmiðstöðva er skornar niður um 4,6 milljón.“

Á morgun hyggjast svo krakkarnir efna til fjöldamótmæla fyrir utan Ráðhús Hafnarfjarðar klukkan 12:00.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert