Útilokar ekki aukinn kvóta

Jón Bjarna­son, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, sagðist á Alþingi í dag ekki úti­loka að afla­kvót­ar verði aukn­ir á yf­ir­stand­andi fisk­veiðiári en fyr­ir slíkri ákvörðun verði að liggja full­nægj­andi og sterk rök. 

Þá sagði Jón ljóst, að kvóti fyr­ir mak­ríl­veiðar, sem ákveðinn verður á næst­unni, verði meiri á næsta ári en á þessu ári. Hann lagði hins veg­ar áherslu á að Íslend­ing­ar nýttu auðlind­ir sín­ar á sjálf­bær­an hátt og gætu sýnt alþjóðasam­fé­lag­inu fram á að það væri gert.

Þetta kom fram í ut­andag­skrárum­ræðu á Alþingi um aukn­ingu afla­heim­ilda í dag. Ásbjörn Ótt­ars­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks, lýsti þar m.a. þeirri skoðun, að auka ætti þorskkvót­ann á yf­ir­stand­andi fisk­veiðiári um 40 þúsund tonn, ýsu­kvót­ann um 7 þúsund tonn og ufsa­kvóta um 15 þúsund tonn­um af ufsa. Þá gagn­rýndi hann að grá­lúðukvóti hefði verið skert­ur um 3 þúsund tonn frá síðasta fisk­veiðiári.

Fleiri þing­menn tóku und­ir þessa skoðun. Þór Sa­ari, þingmaður Hreyf­ing­ar­inn­ar, sagði, að ef afla­heim­ild­ir verði aukn­ar ætti að selja þær á markaði gegn gjaldi til að afla rík­is­sjóði tekna. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert