Viðurkenna lífskjararýrnun

Lilja Mósesdóttir hagfræðingur.
Lilja Mósesdóttir hagfræðingur. mbl.is/Ásdís

„Það sem mér fannst einna áhugaverðast var að fulltrúar Seðlabankans skyldu viðurkenna að það yrði mikil lífskjararýrnun á næstu tveimur árum, m.a. vegna þess hversu miklar afborganirnar verða af erlendum lánum," segir Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG og varaformaður efnahags- og skattanefndar, um fund nefndarmanna og fulltrúa Seðlabanka Íslands í kvöld.

Draga þarf úr innflutningi

Þetta helgast m.a. af því að það þarf að draga verulega úr innflutningi til að eiga gjaldeyri fyrir afborganir af vaxtagreiðslum af erlendum lánum. Það dugar ekki til þó að vöruskiptajöfnuður verði jákvæður um 150-160 milljarða króna næstu tvö árin. Það nægir ekki fyrir afborgunum og vaxtagreiðslum heldur þarf líka að fara í endurfjármögnun lána. Til samanburðar var vöruskiptajöfnuður jákvæður um 44 milljarða fyrstu átta mánuðina í ár."

Lilja óttast að Seðlabankinn vanmeti hugsanlegan fólksflótta.

„Ég efast enn um að þetta sé jafnauðvelt og Seðlabankinn gefur í skyn og ég held að þeir geri ekki ráð fyrir að þessi lífskjararýrnun leiði til landflótta fólks."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert