Enn verið að máta

Gylfi Arnbjörnsson
Gylfi Arnbjörnsson Rax / Ragnar Axelsson

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, vill sjá endanlegar skattahugmyndir stjórnvalda áður en hann fellir dóm.

„Það er verið að máta einhverja hluti og ekki búið að ákveða ennþá hvort tekið verður upp nýtt kerfi eða áfram unnið með núverandi kerfi,“ segir Gylfi.

ASÍ hefur lengi talað fyrir því að létt verði á skattbyrði þeirra sem eru fyrir neðan meðaltekjur. Gylfi segir þó mikilvæg atriði eins og persónuafslátt og skattleysismörk enn standa út af borðinu.

„Það er ljóst að við erum ennþá að gera athugasemdir við stjórnvöld af því að okkur þykir vera gengið of langt í umfangi skattahækkana og þó að það hafi verið komið til móts við okkar athugasemdir að einhverju leyti þá er verið að glíma við þetta. Við teljum umfang aðhaldsaðgerðanna meira en áætlanir gera ráð fyrir og hefðum viljað sjá tilslökun á þeim nýtta gagnvart skattkerfinu.“

Sjá nánari umfjöllun um skattamálin í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert