Íslenskar stúlkur enn í haldi

Holloway fangelsið í London.
Holloway fangelsið í London.

Tvær íslenskar stúlkur, sem voru handteknar í Northampton í Bretlandi í júlí, sitja enn í gæsluvarðhaldi í London. Stúlkurnar, sem eru 18 og 19 ára, eru grunaðar um alvarleg brot. Fulltrúi íslenska sendiráðsins í London heimsækir þær reglulega og skv. upplýsingum frá sendiráðinu er aðbúnaður þeirra í fangelsinu góður.

Enn liggur ekki fyrir hvenær dómstóll muni taka mál stúlknanna fyrir. Samkvæmt upplýsingum frá íslenska sendiráðinu hefur saksóknari í málinu fengið samþykkta fresti til að gagnaöflunar.

Stúlkurnar dvelja nú í Holloway-kvennafangelsinu í London þar sem þær búa við góðan kost.

Þá hefur komið fram að þeim hafi verið skipaðir verjendur.

Fram hefur komið í breskum fjölmiðlum að þær hafi verið sakaðar um grófan þjófnað (e. aggravated burglary).

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert